

Danilo, leikmaður Nottingham Forest, er fótbrotinn og verður ekki með liðinu meira á þessu ári.
Danilo varð fyrir meiðslum í leik gegn Bournemouth í dag en staðan þessa stundina er 1-0 fyrir Forest.
Varnarmaðurinn meiddist eftir aðeins 15 mínútur og þurfti að fara af velli í kjölfarið.
Eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi var um alvarleg meiðsli að ræða en vonandi snýr leikmaðurinn til baka fyrr frekar en seinna.
Þetta má sjá hér.
Cenas FORTES
Danilo, ex-Palmeiras, sofreu uma grave lesão. O jogo ficou parado por quase 8 minutos
Que triste…pic.twitter.com/1jVSG2ukPB
— INFOS Palestra (@Infos_palestra) August 17, 2024