

Fulham átti skilið að fá þrjú stig í gær er liðið mætti Manchester United í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar 2024.
Þetta segir Marco Silva, stjóri Fulham, en hans menn töpuðu 1-0 á Old Trafford – Joshua Zirkzee skoraði sigurmarkið á 87. mínútu.
Silva var heilt yfir ósáttur með úrslitin og spilamennskuna en segir að sínir menn hafi þó átt skilið meira úr viðureigninni.
,,Eftir 20 mínútur þá svaraði Manchester United vel fyrir sig. Við náðum að aðlagast leiknum í hálfleik og vorum mun betri í síðari hálfleiknum,“ sagði Silva.
,,Við fengum okkar færi en þegar þú spilar gegn Manchester United.. Þú þarft að grípa tækifærin til að refsa þeim.“
,,Við fengum svo mikið af augnablikum til þess en að lokum var okkur refsað. Þetta var klikkaður leikur og við vorum ekki að spila eins og við viljum.“
,,Við fengum ekki þau stig sem við áttum skilið.“