fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Segir að konur geti ekki sinnt starfinu jafn vel og karlar: Ummælin fá hörð viðbrögð – ,,Þarft að þekkja hvað þú ert að tala um“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem muna eftir manni að nafni Des Lynam sem er fyrrum þáttastjórnandi Match of the Day á Englandi.

Lynam er í dag 81 árs gamall en hann tjáði sig um stöðu þáttarins í dag sem er oft í umsjón kvenkyns sparkspekinga.

Það er eitthvað sem Lynam er ekki of hrifinn af en hann vill meina að það sé allt annað að spila fótbolta í karlaflokki og í kvennaflokki.

Í Match of the Day er fjallað um ensku úrvalsdeildina en um hverja helgi eða í hverri viku er farið yfir leiki hverrar umferðar fyrir sig.

Þessi ummæli Lynam hafa ekki farið vel í alla en sjónvarp hefur svo sannarlega breyst frá því Lynam var að stýra þættinum á sínum tíma.

,,Ég hef ekkert á móti kvenkyns þáttastjórnendum. Hins vegar þegar þú ert sparkspekingur og ert að gefa þínar skoðanir þá þarftu að hafa spilað leikinn og þekkja hvað þú ert að tala um, þar að segja karlafótbolta,“ sagði Lynam.

,,Það er bara mín skoðun,“ bætti Lynam við og fór svo í að ræða félagið sem hann styður, Brighton.

,,Ég hef stutt Brighton allt mitt líf en ég get ekki nefnt liðið í dag. Það eru aðeins tveir sem ég þekki, hinir eru erlendir strákar sem eru frá Suður-Ameríku og þessháttar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin