fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Pálmi hættir strax og Óskar Hrafn tekur við – Fjórði starfstitill Óskar á tveimur mánuðum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 14:56

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytingar hjá KR halda áfram en Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við sem þjálfari liðsins, þrettán dögum eftir að hann gerðist aðstoðarþjálfari. Fótbolti.net segir frá.

KR tilkynnti þann 1. ágúst að Óskar Hrafn væri nýr aðstoðarþjálfari Pálma Rafns Pálmasonar en tæki svo við liðinu eftir tímabilið.

Nú eftir einn leik sem aðstoðarþjálfari hefur KR hins vegar ákveðið að Óskar Hrafn taki strax við liðinu.

Óskar var ráðinn ráðgjafi KR þann 11 júní en breytti um starf þann 3 júlí og varð yfirmaður knattspyrnumála.

Það var svo 1. ágúst sem hann var ráðinn aðstoðarþjálfari en þrettán dögum síðar hefur hann enn á ný breytt um starfstitil.

Pálmi Rafn Pálmason sem var þjálfari KR mun í haust verða framkvæmdarstjóri félagsins. Það verður hans sjötta starf í KR á rúmu ári.

Pálmi var i fyrra íþróttafulltrúi KR, Pálmi tók svo við kvennaliði KR í fyrra en féll með liðið úr 1. deildinni.

Pálmi varð þá yfirþjálfari yngri flokka í KR en var svo ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla nokkru síðar.

Þegar Gregg Ryder var svo rekinn úr starfi í sumar var Pálmi ráðinn þjálfari og hættir þar núna og mun í haust verða framkvæmdarstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England