fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Fer ótrúlegustu leiðir til að ná athygli: Birti einkaskilaboð þeirra á milli á samfélagsmiðla – ,,Til fjandans með þína peninga og til fjandans með þig“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Lauryn Goodman virðist vera að reyna að ná til varnarmannsins Kyle Walker sem spilar með Manchester City og enska landsliðinu.

Walker og Goodman eiga tvö börn saman en hann hefur allavega tvívegis haldið framhjá eiginkonu sinni, Annie Kilner, með Lauryn.

Lauryn hefur nú birt samtal á milli sín og Walker sem áttu sér stað á Snapchat þar sem rætt er um þeirra börn.

Lauryn vill forræði yfir börnunum tveimur sem eru í dag búsett hjá Walker og Annie en hefur ekki fengið ósk sína uppfyllta.

,,Ég ætla að lifa mínu lífi án barnanna okkar, gerandi það sem ég vil. Njóttu lífsins,“ skrifaði Annie til Walker.

Walker svaraði á móti og virtist hafa áhyggjur af því að Lauryn væri aðeins á eftir peningum.

,,Ef það er ekki þetta þá er það hitt og ef ekki þá snýst þetta um peninga,“ skrifaði Walker.

Lauryn svaraði í kjölfarið: ,,Bless. Til fjandans með þína peninga og til fjandans með þig.“

Walker svaraði svo: ,,Þetta er klikkað Lauryn. Þú ert ekki þessi stelpa.“

Lauryn hefur einnig hótað því að birta enn frekari skilaboð ef hún fær ekki það sem hún vill eins og má sjá hér fyrir neðan.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal