fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Alberti blöskrar og segir að stóra vandamálið sé að pjakkar hafi talað við Rikka G á Þjóðhátíð

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason fyrrum framherji Fylkis er ekki sáttur með félagið sitt að hafa svarað fyrir það að félagið hefði samið við leikmenn um að fresta launagreiðslum.

Snjóboltinn fór af stað á þriðjudag þegar Ríkharð Óskar Guðnason sagði frá málinu í Þungavigtinni og 433.is sagði svo frá. Fylkir játaði stöðuna svo í yfirlýsingu.

Meira:
Rikki G segir frá vandamálum í Árbænum – Verið að biðja fólk um að bíða með að fá launin sín greidd

Albert segir vandamálið ekki var þar, öll félög lendi í svona vandi. Vandamálið sé hjá leikmönnum liðsins. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert á Stöð2 Sport í gær.

Hann telur það ekki eðlilegt að leikmenn Fylkis séu að blaðra svona hlutum í þá sem eru með umfjöllun um fótbolta á Íslandi.

„Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Í gær

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Í gær

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn