fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Alberti blöskrar og segir að stóra vandamálið sé að pjakkar hafi talað við Rikka G á Þjóðhátíð

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason fyrrum framherji Fylkis er ekki sáttur með félagið sitt að hafa svarað fyrir það að félagið hefði samið við leikmenn um að fresta launagreiðslum.

Snjóboltinn fór af stað á þriðjudag þegar Ríkharð Óskar Guðnason sagði frá málinu í Þungavigtinni og 433.is sagði svo frá. Fylkir játaði stöðuna svo í yfirlýsingu.

Meira:
Rikki G segir frá vandamálum í Árbænum – Verið að biðja fólk um að bíða með að fá launin sín greidd

Albert segir vandamálið ekki var þar, öll félög lendi í svona vandi. Vandamálið sé hjá leikmönnum liðsins. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert á Stöð2 Sport í gær.

Hann telur það ekki eðlilegt að leikmenn Fylkis séu að blaðra svona hlutum í þá sem eru með umfjöllun um fótbolta á Íslandi.

„Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana