fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Kraftaverk Rúnars í Úlfarsárdal – Bæting á öllum sviðum leiksins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Rúnar Kristinsson hafi unnið hreint kraftaverk á sínu fyrsta tímabili með Fram í Bestu deild karla.

Leikur liðsins hefur batnað á alla kanta ef miðað er við fyrstu 17 leiki síðustu leiktíðar.

Fram situr í fimmta sæti Bestu deildarinnar í ár með 26 stig eftir sautján leiki, á sama tíma í fyrra var liðið með fjórtán stig. Eftir 27 leiki í fyrra var Fram með 27 stig, það vantar því lítið til að bæta árangur liðsins í heild.

Fram hefur skorað 26 mörk í sautján leikjum í ár sem er marki meira en á sama tíma í fyrra. Fram hefur svo fengið á sig sautján mörkum minna en á sama tíma í fyrra. Fram hefur fengið á sig 22 mörk í 17 leikjum í ár en mörkin voru 39 á sama tíma í fyrra.

Jón Sveinsson var þjálfari Fram í fyrra en hætti þegar lítið var eftir af mótinu og Ragnar Sigurðsson tók tímabundið við.

Rúnar Kristinsson var svo ráðinn þjálfari síðasta haust og þessi fyrrum þjálfari KR hefur unnið kraftaverk í Úlfarsárdal.

2024 Fram:
17 leikir
7 sigrar
5 jafntefli
5 töp

2023 Fram:
17 leikir
4 sigrar
2 jafntefli
11 töp

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Í gær

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Í gær

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann