fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Kraftaverk Rúnars í Úlfarsárdal – Bæting á öllum sviðum leiksins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Rúnar Kristinsson hafi unnið hreint kraftaverk á sínu fyrsta tímabili með Fram í Bestu deild karla.

Leikur liðsins hefur batnað á alla kanta ef miðað er við fyrstu 17 leiki síðustu leiktíðar.

Fram situr í fimmta sæti Bestu deildarinnar í ár með 26 stig eftir sautján leiki, á sama tíma í fyrra var liðið með fjórtán stig. Eftir 27 leiki í fyrra var Fram með 27 stig, það vantar því lítið til að bæta árangur liðsins í heild.

Fram hefur skorað 26 mörk í sautján leikjum í ár sem er marki meira en á sama tíma í fyrra. Fram hefur svo fengið á sig sautján mörkum minna en á sama tíma í fyrra. Fram hefur fengið á sig 22 mörk í 17 leikjum í ár en mörkin voru 39 á sama tíma í fyrra.

Jón Sveinsson var þjálfari Fram í fyrra en hætti þegar lítið var eftir af mótinu og Ragnar Sigurðsson tók tímabundið við.

Rúnar Kristinsson var svo ráðinn þjálfari síðasta haust og þessi fyrrum þjálfari KR hefur unnið kraftaverk í Úlfarsárdal.

2024 Fram:
17 leikir
7 sigrar
5 jafntefli
5 töp

2023 Fram:
17 leikir
4 sigrar
2 jafntefli
11 töp

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“