fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Birtir skilaboð sem látinn vinur sendi honum á dögunum – „Með hjarta úr gulli“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í gær að Craig Shakespeare væri látinn, þessi sextugi knattspyrnuþjálfari átti marga vini í boltanum enda þótti hann afar viðkunnalegur.

Craig Shakespeare var aðstoðarþjálfari hjá mörgum liðum og meðal annars Aston Villa og enska landsliðsins.

Jack Grealish leikmaður Manchester City þekkti Shakespeare vel en þeir unnu saman hjá Villa. Grealish birtir á Instagram skilaboð sem hann fékk frá Shakespeare í byrjun júní.

Þá hafði Grealish verið hent út úr enska landsliðshópnum fyrir Evrópumótið.

„Shakey, einn besta persóna sem ég hef hitt í lífinu. Í síðasta mánuði sendi hann mér skilaboð þegar ég komst ekki í EM hópinn. Það sannar hvaða mann hann hafði að geyma, þetta gerði hann í miðjum veikindum,“ skrifar Grealish.

„Með hjarta úr gulli, það munu allir þín. Ég er í áfalli og sendi fjölskyldu hans alla mína ást.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jack Grealish (@jackgrealish)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur