fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segir frá skelfilegri upplifun hans og fjölskyldunnar: Þorði ekki heim vegna hræðslu – ,,Eru ekki að setja sig í mín spor“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Di Maria, fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid, hefur greint frá því af hverju hann samdi ekki við uppeldisfélag sitt 2023.

Di Maria var sterklega orðaður við Rosario Central í Argentínu í fyrra áður en hann gerði samning við Benfica í Portúgal.

Vængmaðurinn hafði áhuga á að semja við uppeldisfélagið en fjölskyldu hans var hótað eftir að fréttir bárust um að hann væri mögulega á leið aftur heim.

Di Maria er 36 ára gamall í dag en hann er án félags eftir ansi gott tímabil með Benfica í vetur.

,,Foreldrum mínum og nágrönnum þeirra var hótað eins og fjölmiðar greindu frá á þeim tíma,“ sagði Di Maria í samtali við blaðamenn í heimalandinu.

,,Þessir mánuðir voru skelfilegir. Við gátum bara setið þarna og ekki upplifað drauminn sem við vildum.“

Di Maria svaraði svo þeim sem gagnrýndu hann fyrir að taka ekki skrefið og lét allt flakka í viðtalinu.

,,Þeir sem skilja ekki stöðuna, þeir eru ekki að setja sig í mín spor í eina sekúndu. Það er létt að áreita fólk á samskiptamiðlum án þess að upplifa það sama og hinn aðilinn gengur í gegnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö