fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Íhugaði að gefast upp aðeins 27 ára gamall – ,,Sagði sjálfum mér að ég væri dauður“

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir leikmanni sem ber nafnið Yaya Sanogo sem er 31 árs gamall framherji í dag.

Sanogo spilar í Kína í dag en hann var keyptur til Arsenal árið 2013 og átti að vera næsta vonarstjarna Frakklands.

Sanogo stóðst alls ekki væntingar hjá Arsenal og eftir lánsdvöl hjá Crystal Palace sem og Ajax var hann seldur til Toulouse í heimalandinu árið 2017.

Ferill Sanogo náði aldrei hæstu hæðum en meiðsli setti strik í reikninginn hjá Toulouse sem fékk hann til að íhuga að gefast upp.

,,Þetta átti sér stað á verstu tímum COVID-19, eftir þrjú tímabil hjá Toulouse. Ég var í einangrun í 14 daga og gat ekki hitt aðra manneskju,“ sagði Sanogo.

,,Eftir það þá komust læknarnir að vandamáli með öxlina á mér og ég þurfti að fara í aðgerð og endurhæfingu í þrjá mánuði, samkvæmt þeim.“

Sanogo fer enn dýpra í málið og viðurkennir að hann hafi íhugað að hætta í fótbolta aðeins 27 ára gamall.

,,Já auðvitað íhugaði ég að gefast upp, stundum sagði ég sjálfum mér að ég væri dauður. Þegar ég var 16 ár gamall var mér sagt að framlína franska landsliðsins yrði Karim Benzema og Yaya Sanogo.“

,,Ég hafði þó trú og gat ekki hætt. Ég vildi klára mína sögu. Það komu tímar þar sem allt var erfitt. Hjá Auxerre íhugaði ég að hætta en ég gafst aldrei upp. Þetta hjálpaði mér að þroskast bæði innan sem utan vallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“