fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hættur í yfir tíu ár en ætlar nú að snúa aftur 41 árs gamall: Ætlar beint í úrvalsdeildina – ,,Það eru engir góðir framherjar þarna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. júlí 2024 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins fáránlegt og það kann að hljóma þá er fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni að íhuga að snúa aftur í efstu deild í heimalandinu, 41 árs gamall.

Það er kannski ekki það merkilegasta en um er að ræða Mido, fyrrum sóknarmann Tottenham, sem hefur ekki spilað fótbolta í 11 ár.

Mido lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir stutt stopp hjá Barnsley en hann lék 51 landsleik fyrir Egyptaland á sínum tíma og skoraði 19 mörk.

Undanfarin ár hefur Mido tekið að sér störf sem þjálfari og vann síðast hjá liði sem heitir Ismaily.

,,Ég er ekki búinn að klára mína sögu. Ég er að íhuga að snúa aftur á völlinn og spila í úrvalsdeildinni í Egyptalandi,“ sagði Mido.

,,Ég er til í að veðja á það að ég muni skora allavega tíu mörk ef ég sný aftur. Það eru engir góðir framherjar þarna, það hvetur mig til að snúa aftur.“

,,Bráðlega þá mun ég semja við félag í Egyptalandi og mun taka þátt á undirbúningstímabilinu – ég er 60 prósent tilbúinn. Ég hætti aldrei í fótbolta, ég tók mér bara tíu ára pásu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag