fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Líkamlegt ástand dómara mælt í nýrri rannsókn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. júlí 2024 17:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu mánuði hefur verið í undirbúningi tilraunaverkefni þar sem m.a. hafa farið fram mælingar á líkamlegu ástandi KSÍ-dómara í samstarfi rannsóknaraðila, KSÍ, Háskóla Íslands og fleiri aðila. Mælingarnar fara fram undir stjórn Milos Petrovic, yfirmanns rannsóknarmiðstöðvar íþrótta- og heilsuvísinda við Háskóla Íslands, og Guðbergs K. Jónssonar, forstöðumanns Rannsóknarstofu um mannlegt atferli, Háskóla Íslands, Valgeirs Einarssonar sjúkraþjálfarateymi KSÍ, og hefur Gunnar Jarl Jónsson, fyrrverandi KSÍ/FIFA-dómari og núverandi meðlimur í dómaranefnd KSÍ haldið utan um verkefnið KSÍ-megin.

Verkefnið í heild er talsvert umfangsmeira og snýr að því að setja mælistiku á lýðheilsulegt vægi hreyfingar ýmsum hópum, m.a. eldri iðkendum, og felur í sér mælingar á ýmsum sál-, félags- og líkamlegum þáttum iðkenda, ásamt leiðbeinandi ráðgjöf um áframhaldandi hreyfingu og/eða endurhæfingu.

Markmið fyrsta hluta verkefnisins miðaði að því að greina líkamlegar kröfur og frammistöðusnið KSÍ-dómara, og hvernig þeir takast á við þær líkamlegu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar sem gerð er á Íslandi, náði til 19 íslenskra dómara, sem voru metnir út frá ýmsum líkamlegum eiginleikum.

Niðurstöður gefa til kynna að heilt yfir búa þeir dómarar sem voru mældir yfir „miklum styrk, almennum liðleika og þá sérstaklega í neðri hluta líkamans, sem er nauðsynlegt fyrir hlutverk þeirra á vellinum“. Jafnframt kemur fram í niðurstöðum að mælingarnar veiti „dýrmæta innsýn í líkamlegar kröfur til dómara, og niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um frekari markvissa þjálfun og þjálfunaráætlanir til að auka frammistöðu dómara, draga úr meiðslahættu, og stuðla að víðtækari skilningi á frammistöðu dómara á efsta þrepi á Íslandi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“