fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Súrealískt að mæta Ronaldo – „Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. júlí 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Brentford, er í skemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins í dag. Þar ræðir hann meðal annars þegar hann mætti Cristiano Ronaldo og portúgalska landsliðinu í fyrra.

Hákon er nú staddur með Brentford í Portúgal og spilaði hann hálfleik í 1-1 jafntefli gegn Benfica í gær. Að því tilefni var Portúgals-leikurinn rifjaður upp. Það var fyrsti keppnisleikur Hákons með íslenska landsliðinu og fór hann 2-0 fyrir Portúgal. Honum fannst súrealískt að mæta Cristiano Ronaldo.

„Í göngunum fyrir leik sá ég hann og hugsaði: Vá. Ég hef fylgst með honum frá því ég var krakki. Hann var uppáhaldsleikmaðurinn minn og það var frábært að mæta honum – og sérstaklega gaman að honum hafi ekki tekist að skora á móti mér,“ segir Hákon.

„Það var frábært fyrir mig, fjölskylduna og vini mína að spila fyrsta keppnisleikin minn. Við spiluðum á móti frábæru liði og ég átti góðan leik. Það er gaman að spila með landsliðinu og ég reyni að njóta athyglinnar eins og ég get.“

Hákon kveðst þá spenntur fyrir komandi tímum með Brentford, en hann gekk í raðir félagsins í janúar.

„Ég vil bæta mig eins og ég get á þessu undirbúningstímabili. Ég vandist því í Svíþjóð að undirbúningstímabilið sé fjórir mánuðir svo það er allt öðruvísi að fá fimm vikur. En ég mun gera mitt besta. “

Viðtalið í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“