fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Opinbera stórfurðulega ástæðu þess að Ederson vill fara frá City

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Ederson er sennilega á förum frá Manchester City til Sádi-Arabíu í sumar. The Athletic fjallar um yfirvofandi skipti leikmannsins í dag.

Brasilíumaðurinn hefur verið hjá City í sjö ár og unnið allt sem hægt er að vinna. Nú fer hann hins vegar að öllum líkindum í peningana í Sádí, en bæði Al-Ittihad og Al-Nassr hafa áhuga.

Ástæður þess að Ederson vill fara, eða allavega ein þeirra, er þó heldur furðuleg miðað við það sem kemur fram í grein The Athletic í dag.

Ederson er nefnilega sagður pirraður á öllu lofinu sem varamarkvörður City, Stefan Ortega, fékk eftir leik gegn Tottenham í vor. Ortega átti ótrúlega vörslu frá Heung-Min Son í leiknum sem átti stóran þátt í að City skákaði Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Eftir leik mátti heyra stuðningsmenn segja að Ederson, sem fór meiddur af velli í leiknum, hefði ekki varið þetta og þar fram eftir götum. Það var hann alls ekki sáttur með.

Eftir leik birti Ederson færslu sem í stóð: „Enginn skilur mig nema ég.“ Þetta ku vera ein af ástæðum þess að han vill fara.

Það er talið að Ortega muni verja mark City á næsta ári, frekar en að félagið fái inn annan mann til að leysa af Ederson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United