fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur

Fókus
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið á suðvesturhorninu hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar og hefur rigning og sólarleysi komið mörgum í hreinlega vont skap. Á Reddit birtist á dögunum mynd sem tekin var út um bílrúðu í höfuðborginni og var yfirskriftin: What summer in Iceland looks like, eða Hvernig sumar á Íslandi lítur út. Eins og sést á myndinni var frekar grámyglulegt um að litast daginn sem myndin var tekin.

What summer in Iceland looks like☀️
byu/BjornCapalot inmildlyinfuriating


Notandinn sem birti myndina er íslenskur og hann birti svo aðra mynd sem sýndi þunglyndislega veðurspá næstu daga þar sem rigning, dumbungur og hitatölur sem rétt slefuðu yfir 10 gráður voru áberandi.

Viðbrögðin við þessu innleggi voru talsverð og ef marka má umræður á þræðinum væru mjög margir til í að skipta við okkur. Miklir hitar eru víða í Evrópu og Bandaríkjunum um þessar mundir og var til dæmis greint frá því í vikunni að nýliðinn sunnudagur hafi verið sá heitasti á jörðinni frá upphafi mælinga. Eins og Íslendingar sem eru komnir með nóg af lélegu sumri virðast margir utan landsteinanna vera komnir með nóg af miklum hitum.

„Ég tæki kulda og rigningu fram yfir 30 stiga hita og 90% raka hvaða dag sem er,“ segir einn í þræðinum. „Það er kominn tími til að flytja til Íslands,“ segir annar.

Einn sem kveðst vera frá Grikklandi segist vera búinn að fá nóg af hitanum þar. „Ég þarf að hjóla um eins kílómetra leið til að komast í næstu verslun. Í hvert sinn fæ ég þá tilfinningu að dekkin á hjólinu séu að bráðna undan hitanum. Ég er með ljóst hár og ljósa húð og þarf að nota sólarvörn númer 50 til að geta verið úti í smástund.“

„Þetta er sumar sem er mér að skapi. Ég hef alla tíð búið í sólríku landi og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn þreyttur á að vera bakaður lifandi í sólinni í hvert skipti sem ég fer út fyrir hússins dyr á ákveðnum tímum dags,“ segir einn og eru aðrar athugasemdir í svipuðum dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Í gær

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin