fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Skotinn hrósar Gylfa Þór fyrir komandi einvígi – „Munum allir eftir honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 14:30

Gylfi Þór. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eftirvænting á meðal stuðningsmanna skoska liðsins St. Mirren fyrir leikinn gegn Val í undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Þetta verður fyrsti Evrópuleikur liðsins í næstum 40 ár.

Um er að ræða leik í 2. umferð forkeppninnar. Valur vann stórsigur á Vllaznia í 1. umferðinni en St. Mirren kemur inn á þessu stigi keppninnar.

„Þú sérð hvað stuðningsmennirnir eru spenntir og að þeir vilja vera hluti af þessu. Við erum svo spenntir að vera fulltrúar félagsins í Evrópu,“ segir Mark O’Hara, fyrir liði St. Mirren, við The National.

Mark O’Hara. Getty Images

Fyrri leikurinn fer fram hér heima á fimmtudag og verður hann sá fyrsti í Evrópu hjá St. Mirren síðan 1987.

„Þetta er stórt tækifæri fyrir okkur. Þjálfararnir hafa sagt okkur að við getum verið á veggjunum á leikvanginum okkar eins og leikmennirnir sem komu á undan okkur. Þetta er tækifæri fyrir okkur til að afreka það. Sama hvað gerist munu stuðningsmenn okkar muna eftir þessum leik en við þurfum að sjá til þess að það sé af réttum ástæðum.

Við viljum ekki bara spila eitt einvígi. Þetta verður auðvitað erfitt en okkur finnst við geta unnið. Við þurfum að vera inni í einvíginu eftir leikinn úti því ég held að við getum klárað þetta hér heima. Það er uppselt nú þegar og það verður sérstakt,“ segir O’Hara.

Arnar Grétarsson
O’Hara talar vel um lærisveina Arnars Grétarssonar. Mynd: DV/KSJ

Í viðtalinu ræðir hann einnig Gylfa Þór Sigurðsson, stjörnuleikmann Vals og einn þann allra besta í íslenskri knattspyrnusögu.

„Við höfum horft á mikið af leikjum þeirra í deildinni svo við vitum hvað þeir geta. Við sáum þá vinna 4-0 í Albaníu svo þeir eru hættulegir. Þeir eru með tæknilega gott lið sem vill stjórna leikjum. Við þurfum að bregðast við því. Stærsta stjarnan þeirra er auðvitað Gylfi. Við munum allir eftir honum frá því hann var í ensku úrvalsdeildinni og hann er enn mjög góður. En vonandi getum við stöðvað hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“