fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Gaf óvænt út lag sem vekur mikla athygli: Vonast til að senda jákvæð skilaboð – ,,Hlutir sem þú vilt ekki sjá eða heyra“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. júlí 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru alls ekki allir sem vita það að stjarnan Alex Iwobi hefur gefið út lag sem heitir ‘Don’t Shoot’ en það kom út fyrir um mánuði síðan.

Iwobi er fyrrum leikmaður Arsenal en leikur í dag með Fulham sem spilar í efstu deild Englands.

Iwobi gaf út lag í samstarfi við vini sína en hann ræddi um af hverju í samtali við Evening Standard.

Sóknarmaðurinn segist vera að senda jákvæð skilaboð til yngri kynslóðarinnar sem gæti verið við það að taka rangt skref á lífsleiðinni.

,,Ég ólst upp í London þar sem er mikið um glæpi, hlutir sem þú vilt ekki sjá eða heyra,“ sagði Iwobi.

,,Á okkar hátt erum við að segja fólki að láta allt það vera, notið orkuna í eitthvað annað. Hvort sem það sé fótbolti eða tónlist, hvað sem heldur þér á beinu brautinni.“

,,Ég hef alltaf elskað tónlist en ég bjóst reyndar aldrei við því að gefa út lag. Þetta var gert eftir það sem vinir mínir höfðu að segja um lögin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig