fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Fókus
Föstudaginn 19. júlí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Kate Hudson var í viðtali í þættinum „Fylgstu með í beinni“ (e. Watch What Happens Live) á miðvikudaginn. Þar fékk hún spurningu frá aðdáanda um hvort Hudson hefði neytt meðleikara sinn, Matthew McConaughey, til að nota svitalyktareyði þegar þau léku saman í kvikmyndinni Fool´s Gold árið 2008.

„Nei! Hann notar ekki svitalyktareyði,“ svaraði hún. „Og svona í leiðinni, ég nota hann ekki heldur. Við erum náttúruleg, skilurðu?“ sagði hún með glotti.

Kate Hudson

Aðspurð sagði Hudson McConaughey vera með einkennandi lykt og hún gæti „lyktað af honum úr mílna fjarlægð.“

McConaughey  var í viðtali við Playboy árið 2008 vegna myndarinnar og sagði að Hudson hefði sífellt verið að ýja að því að hann þyrfti eitthvað til að hylja líkamslykt sína á tökustað.

„Hún kemur alltaf með saltstein, sem er náttúrulegur svitalyktareyði, og segir: „Viltu vinsamlegast setja þetta á þig?“,“ sagði leikarinn. „Ég notaði hann aldrei. Enginn rakspíri, enginn svitalyktareyði.“

„Konurnar í lífi mínu, þar á meðal móðir mín, hafa allar sagt: „Hey, náttúrulega lyktin þín lyktar, í fyrsta lagi eins og karlmaður og í öðru lagi, eins og þú.“

McConaughey sem er 54 ára opinberaði fyrst andúð sína á svitalyktareyði þegar hann var valinn Kynþokkafyllsti maður heims árið 2005 af tímaritinu People, þar sem hann sagði í viðtali við People að hann hefði ekki notað almenna hreinlætisvöru „í 20 ár“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því