fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Svekkelsi Arnars og Víkinga í Evrópu heldur áfram – Svona er gengi liðsins þar undanfarin ár

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 12:00

Nikolaj Hansen. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur féll úr leik í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær með 2-1 tapi gegn Shamrock Rovers. Liðið hefur aðeins unnið einn eitt einvígi í Evrópukeppnum undanfarin ár ef frá eru taldir leikir í forkeppni fyrir undankeppnina.

Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingi fyrir tímabilið 2019 og er óhætt að segja að árangur hans hafi verið stórkostlegur. Undir hans stjórn hefur liðið hafnað Íslandsmeistaratitlinum tvisvar sinnum og bikarmeistaratitlinum fjórum sinnum. Arnar og hans menn hefðu þó án efa verið til í að vinna fleiri Evrópuleiki.

Víkingur hefur í heildina unnið fimm Evrópuleiki undir stjórn Arnars af þrettán, en þar af eru tveir í sérstakri forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildarinnar sem íslensk lið neyddust til að taka þátt í 2022 og 2023 vegna dapurs gengis í Evrópu árin á undan.

Þess utan hafa sigurleikirnir komið gegn Lech Poznan, Riga og The New Saints, en aðeins einvígið gegn síðarnefnda liðinu vannst yfir tvo leiki.

Það væri ekki nema sanngjarnt að undirstrika að Víkingur hefur þó aldrei tapað Evrópuleikjum sínum stórt á undanförnum árum og hefur óheppnin á köflum elt liðið, eins og í einvíginu gegn Malmö fyrir tveimur árum. Þar voru Víkingar hársbreidd frá því að slá sænsku meistarana úr leik þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta fyrri leiksins í kjölfar þess að Kristall Máni Ingason fékk umdeilt rautt spjald. Var hann algjör lykilmaður og Víkingur einnig án hans í seinni leiknum hér heima.

Hér að neðan má sjá gengi Víkings í Evrópukeppnum undanfarin ár.

2020

1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar
Olimpija (Slóvenía) 1-1 Víkingur (2-1 eftir framlengingu) (Aðeins spilaður stakur leikur vegna Covid)

2022

Undanúrslit forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildarinnar
Víkingur 5-1 Levadia (Eistland)

Úrslit forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildarinnar
Víkingur 1-0 Inter Club d’Escaldes (Andorra)

Fyrri leikur í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar
Malmö (Svíþjóð) 3-2 Víkingur

Seinni leikur í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar
Víkingur 3-3 Malmö

Fyrri leikur í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar
Víkingur 2-0 The New Saints (Wales)

Seinni leikur í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar
The New Saints 0-0 Víkingur

Fyrri leikur í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar
Víkingur 1-0 Lech Poznan (Pólland)

Seinni leikur í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar
Lech Poznan 2-1 Víkingur (4-1 eftir framlengingu)

2023

Fyrri leikur í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar
Riga (Lettland) 2-0 Víkingur

Seinni leikur í 1. umferð undankeppni Sambansdeildarinnar 
Víkingur 1-0 Riga

2024

Fyrri leikur í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar
Víkingur 0-0 Shamrock Rovers (Írland)

Seinni leikur í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar
Shamrock Rovers 2-1 Víkingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun

Beckham opnar sig – Segist sjá mikið eftir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fabregas eða Ten Hag?

Fabregas eða Ten Hag?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Lagleg endurkoma Arsenal á Anfield

England: Lagleg endurkoma Arsenal á Anfield
433Sport
Í gær

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“

Setti tíðindin af Aroni í samhengi – „Það er viðurkenning fyrir hann“