fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Þessi tölfræði í tapi United í gær veldur áhyggjum – Sama vandamál og á síðustu leiktíð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði æfingaleik gegn Rosenborg í Noregi í gær og var frammistaðan ekki merkileg.

Það stefndi í markalaust jafntefli þegar Noah Holm skoraði sigurmarkið í blálokin, lokatölur 1-0.

Menn á borð við Marcus Rashford, Aaron Wan-Bissaka, Jonny Evans, Mason Mount og Casemiro byrjuðu leikinn fyrir United en voru teknir af velli í hálfleik. Var það fyrirfram ákveðið.

Sigur Rosenborg hefði getað verið stærri í gær. Liðið átti 22 skot að marki United og skaut fjórum sinnum í stöngina eða slána áður en sigurmarkið loks kom.

Þetta er einmitt tölfræðiþáttur sem United var í vandræðum með í fyrra. Liðið fékk á sig 20 eða fleiri skot í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Það er vakin athygli á þessu í enskum miðlum í dag.

„Úrslitin skipta ekki öllu máli, þetta er undirbúningstímabil. En hjá Manchester United er ákveðinn standard sem þarf að fylgja. Frammistaðan er það sem skiptir máli og hún var ekki nógu góð í dag,“ sagði Erik ten Hag, stjóri United, eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar