fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlaði allt að fara úr böndunum og var meira en klukkustundar frestun á úrslitaleik Copa America í Bandaríkjunum í nótt.

Þar mættust Argentína og Kólumbía í Miami en leikurinn hófst 75 mínútum of seint þar sem fjöldi miðalausra stuðningsmanna ruddist inn á völlinn.

Fólk án miða fór ýmsar leiðir til að svindla sér inn á völlinn og mátti meðal annars sjá hóp af fólki troða sér inn um loftræstikerfi.

Um tíma opnuðu öryggisverðir einfaldlega hliðin inn á völlinn fyrir öllum af ótta við að troðningur myndi myndast.

Sem fyrr segir var leiknum frestað og þurftu einhverjir leikmenn að yfirgefa búningsklefana til að fara og aðstoða fjölskyldur sínar við að komast inn á völlinn. Þar á meðal var Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister. Móðir hans lýsir ástandinu í nótt sem „ómannlegu.“

Leikurinn fór þó að lokum fram og vann Argentína 1-0 sigur.

Bandaríkin eiga að halda HM eftir tvö ár og verður að segja að skipulagsleysi og skortur á öryggisgæslu á leiknum í nótt hringi viðvörunarbjöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logi Tómasson – „Ég var solid í kvöld og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik“

Logi Tómasson – „Ég var solid í kvöld og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Elías Rafn í stuði eftir nokkrar geggjaðar vörslur gegn Frökkum – „ Þetta er stig sem ber að virða“

Elías Rafn í stuði eftir nokkrar geggjaðar vörslur gegn Frökkum – „ Þetta er stig sem ber að virða“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Það er söguleg stund og takk frá mér“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Það er söguleg stund og takk frá mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gjaldþrot blasir við

Gjaldþrot blasir við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann hafnaði Liverpool og fór til Arsenal ári síðar

Útskýrir af hverju hann hafnaði Liverpool og fór til Arsenal ári síðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“

Hjólar í föður Bellingham bræðranna – „Það er algjör brandari“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tölfræði sem setur árangur Haaland í samhengi

Tölfræði sem setur árangur Haaland í samhengi