Marc Cucurella viðurkennir að hann ræði reglulega við hinn efnilega Nico Williams en þeir spila saman með spænska landsliðinu.
Cucurella vonar að Williams komi til Chelsea í sumarglugganum en hann leikur einmitt með enska félaginu – Williams er á mála hjá Athletic Bilbao.
Williams hefur verið einn besti leikmaður Spánar á EM í Þýskalandi sem spilar úrslitaleikinn í kvöld gegn Englendingum.
,,Ég segi við hann á hverjum einasta degi að hann eigi að koma til Chelsea, hann myndi hjálpa okkur mikið!“ sagði Cucurella.
,,Hann er meira en velkominn hingað og hann veit það. Hann er hins vegar svo ungur og þarf að taka ákvörðun sjálfur.“
,,Þetta er ekki rétti tíminn til að láta hann ofhugsa framtíðina.“