Raphael Varane er búinn að samþykkja það að ganga í raðir Como á Ítalíu en þetta segir Ítalinn virti, Fabrizio Romano.
Romano er með afskaplega virtar heimildir en Varane hefur yfirgefið enska stórliðið Manchester United.
Cesc Fabregas er þjálfari Como en hann er fyrrum leikmaður Chelsea sem og Arsenal á Englandi.
Como mun leika í Serie A, efstu deild Ítalíu, í vetur og hefur reynt að lokka Varane í sínar raðir í margar vikur.
Samkvæmt Romano eru skiptin nálægt því að ganga í gegn og er Como að fá gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil.