Manchester United mun taka ákvörðun varðandi miðjumanninn Sofyan Amrabat í næstu viku – Fabrizio Romano greinir frá.
Amrabat var lánaður til United fyrir síðustu leiktíð og spilaði alls 30 leiki fyrir Erik ten Hag og hans menn í vetur.
Frammistaða Amrabat var ekki alltaf sannfærandi en hann kom á lánssamningi frá Fiorentina.
United með þann möguleika að kaupa leikmanninn endanlega í sumar en hvort sá möguleiki verði nýttur verður að koma í ljós.
Amrabat vill sjálfur færa sig alfarið til Englands en hann vann FA bikarinn með félaginu á síðasta tímabili.