Stórstjarnan Alphonso Davies reyndist skúrkurinn í nótt er Kanada tapaði leiknum um bronsið á Copa America.
Leiknum lauk með sigri Úrúgvæ en hann fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Kanada þurfti að sætta sig við tap.
Jonathan David kom Kanada í 2-1 á 80. mínútu en Luis Suarez var hetja Úrúgvæ og jafnaði metin á 92. mínútu.
Vítaspyrnukeppnin endaði svo með sigri Úrúgvæ en Davies klikkaði á síðustu spyrnu eða fimmtu spyrnu Kanada.
Ismael Kone hafði klúðrað þriðju spyrnu liðsins en eftir spyrnu Davies þá var ljóst að Úrúgvæ myndi vinna leikinn.
Allir leikmenn Úrúgvæ skoruðu úr sínum spyrnum og þar á meðal Suarez og Federico Valverde.