Jesse Marsch, fyrrum stjóri Leeds, hefur engan áhuga á því að taka við bandaríska landsliðinu sem er í leit að þjálfara.
Marsch er í dag landsliðsþjálfari Kanada og hefur gert flotta hluti þar eftir misheppnaða dvöl á Englandi.
Marsch er sjálfur Bandaríkjamaður en hann skaut föstum skotum á bandaríska knattspyrnusambandið og þá sem sjá um að taka ákvarðanir þar í landi.
Gregg Berhalte var rekinn úr starfi í vikunni og eru fjölmargir orðaðir við Bandaríkin þessa stundina.
,,Ég er ekki að segja upp í þessu starfi. Ég hef engan áhuga á að taka við bandaríska landsliðinu,“ sagði Marsch.
,,Fyrir utan það þá held ég að það gerist aldrei nema það verði gerðar stórar breytingar hjá knattspyrnusambandinu.“
,,Ég gæti ekki verið ánægðari með þá sem leiða þetta samband.“