Ciro Immobile, markahæsti leikmaður í sögu Lazio, hefur skrifað undir samning við tyrknenska félagið Besiktas.
Immobile er 34 ára gamall en hann skoraði 169 deildarmörk í 270 leikjum fyrir Lazio frá 2016 til 2024.
Immobile átti sitt versta tímabil með Lazio síðasta vetur en hann skoraði sjö mörk í 31 deildarleik og 11 mörk í heildina.
Hann á einnig að baki 57 landsleiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim 17 mörk en var ekki með á EM í sumar.
Framherjinn hefur spilað með þónokkrum flottum liðum á ferlinum en einnig má nefna Dortmund, Juventus og Sevilla.