Mark Clattenburg, einn besti dómari sögunnar, er steinhissa á því að franski dómarinn Francois Letexier muni dæma úrslitaleik EM á morgun.
Englendingar spila við Spánverja í úrslitaleiknum í Berlin en Letexier mun þar dæma sinn fjórða leik á mótinu.
Athygli vekur að Letexier er ekki besti dómari í eigu Frakka samkvæmt ‘dómaratöflunni’ en það er Clement Turpin.
Letexier dæmdi leik Króatíu og Albaníu, Danmerkur og Serbíu og svo skemmtunina í leik Spánverja og Georgíu sem endaði 4-1.
Clattenburg gerði garðinn frægan sem dómari í ensku úrvalsdeildinni og dæmdi einnig margoft á stórmótum.
,,Ákvörðun UEFA að velja Francois Letexier fyrir leikinn mun koma mörgum sem starfa í heimi dómara á óvart, jafnvel í Frakklandi, hann er ekki talinn þeirra besti dómari,“ sagði Clattenburg.
,,Clement Turpin er talinn besti dómari Frakklands og annað en Letexier þá hefur hann dæmt í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar.“