4. flokkur HK vann Helsinki bikarinn nú á dögunum en liðið spilaði stórkostlega á þessu ágæta móti.
Bjarki Örn Brynjarsson er leikmaður liðsins og var valinn bestur á mótinu en hann ber einnig fyrirliðabandið.
Frans Wöhler, Axel Lúðvíksson, Armandas Leskys og Bjarni Valur Valdimarsson sjá um að þjálfa liðið og hafa náð frábærum árangri í því starfi.
Markatala HK er það sem vekur mesta athygli en liðið skoraði heil 36 mörk og fékk aðeins á sig tvö.
Liðið spilaði tíu leiki og vann þá alla og endaði sem sigurvegari – enginn smá árangur hjá þessum ungu strákum.
Andstæðingurinn í úrslitaleiknum var Intercups Mexico og höfðu þeir íslensku betur og við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.