Cristiano Ronaldo er búinn að jafna sig eftir tap Portúgals á EM en hann var líklega að spila sinn síðasta leik á því móti.
Ronaldo var miður sín er Portúgal datt úr leik í keppninni en liðið þurfti að sætta sig við tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum.
Ronaldo sást gráta eftir tapið og var að vonum mjög vonsvikinn en hann mun að öllum líkindum aldrei spila á sínu sjötta EM.
Ronaldo er 39 ára gamall en virðist stefna á það að spila á HM 2026 sem fer fram í Bandaríkjunum og Kanada.
Sem betur fer virðist Ronaldo vera kominn í sitt fyrra stand en kærasta hans, Georgina Rodriguez, birti myndband á Instagram síðu sína.
Þar má sjá Ronaldo skælbrosandi með börnum sínum sem hefur glatt marga sem líta upp til leikmannsins.
View this post on Instagram