Lamine Yamal má ekki spila framlengingu í úrslitaleik EM í Þýskalandi samkvæmt enska miðlinum Sun. Leikurinn fer fram á morgun og er gegn Englendingum.
Sun segir að táningar 18 ára og yngri megi ekki vinna eftir 11 á kvöldin sem gæti leitt til þess að Yamal verði tekinn af velli ef leikurinn fer í framlengingu.
Yamal fagnaði 17 ára afmæli sínu í dag en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Spánar á mótinu.
Spánverjar gætu freistað þess að nota leikmanninn lengur en í 90 mínútur en yrðu þá sektaðir um 30 þúsund pund.
,,Hann er frábær en lögin eru eins og þau eru,“ sagði Bradley Richardson, lögfræðingur, í samtali við Sun.
Þessi lög hafa vakið athygli á meðal margra og hafa margir sett spurningamerki við þessa reglu Þjóðverja.