Claudia Rodriguez, kærasta varnarmannsins Marc Cucurella, hefur lofað því að hún muni lita hár sitt rautt ef Spánn vinnur EM á sunnudaginn.
Cucurella sagði nýlega sjálfur í viðtali við AS að hann myndi lita hárið rautt ef Spánn myndi hampa þeim stóra í sumar.
Claudia stendur svo sannarlega með sínum manni og er til í að gera nákvæmlega það sama ef sigur næst gegn Englandi.
,,Marc lofaði því einhvers staðar að hann myndi lita hárið rautt ef þeir vinna mótið,“ sagði Rodriguez.
,,Hann lofaði mér hins vegar engu svo ég ætla ekki að neyða hann í að gera það ef hann vill það ekki.“
,,Ef við vinnum titilinn þá skal ég hins vegar lita hárið rautt.“