Lamine Yamal skoraði fyrir Spán er liðið sló Frakka úr leik í undanúrslitum EM á þriðjudag. Hann ætlaði að strá salti í sár Kylian Mbappe, stjörnu Frakka, eftir leik en var stöðvaður.
Hinn magnaði Yamal verður 17 ára á morgun en er þrátt fyrir það einn allra besti leikmaður spænska liðsins. Á sunnudag treystir liðið á töfra hans er það mætir England í úrslitaleik EM í Berlín.
Yamal er greinilega prakkari því á myndbandi sem nú hefur komið fram á sjónvarsviðið má sjá að hann ætlaði að mæta með Teenage Mutant Ninja Turtle grímu í viðtöl eftir leik.
Var það augljóslega til að stríða Mbappe, en honum hefur oft verið líkt við karakterinn Donatello og var meðal annars gefin slík gríma af liðsfélögum sínum hjá PSG eitt sinn. Þá hefur Mbappe þurft að spila með andslitsgrímu á þessu móti vegna nefbrots í fyrsta leiknum gegn Austurríki.
Fjölmiðlafulltrúi á vegum spænska landsliðsins tók þó grímuna af Yamal rétt áður en hann fór í viðtöl við fjölmiðla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Yamal was heading to do an interview with a Ninja Turtle mask after the French game, but they quickly took it off him.
Not only is he a generational footballer, but he’s also a generational shithouse. 🤣
pic.twitter.com/NnpqSmOm9h— James (@JamessUtd_) July 11, 2024