Rafael van der Vaart, fyrrum leikmaður Hollands, var langt frá því að vera hrifinn af enska landsliðinu á miðvikudaginn.
England vann Holland 2-1 í undanúrslitum EM og er komið í úrslitaleikinn gegn Spánverjum.
England fékk hrós fyrir þónokkra hluti í sinni spilamennsku í leiknum en þessi fyrrum leikmaður Real Madrid og Tottenham var langt frá því að vera hrifinn.
,,Þessir ensku leikmenn pirruðu mig svo mikið. Þvílíkt skítalið sem þeir eru,“ sagði Van der Vaart.
,,Hægt og rólega þá höfðu þeir engan áhuga á að spila. Þeir eru með svo góða leikmenn innanborðs. Við gerðum ekki mikið sjálfir en fengum einhver færi.“
,,Það hefði svo mikið meira getað gerst í þessum leik. Þetta er ótrúlegt fyrir mér.“