Það er aðeins eitt íslenskt lið í góðum málum í Sambandsdeildinni en það er Stjarnan eftir leik við Linfield í kvöld.
Stjarnan spilaði við norður-írska liðið Linfield og vann 2-0 heimasigur þar sem Emil Atlason skoraði tvennu.
Flottur sigur Stjörnunnar em er í fínni stöðu fyrir seinni leikinn á útivelli.
Valur náði dramatísku jafntefli á sama tíma gegn liði Vllaznia sem kemur frá Albaníu.
Valur var 2-1 undir þegar 99 mínútur voru komnar á klukkuna en þá jafnaði Lúkas Logi Heimisson metin eftir hornspyrnu.
Tveir leikmenn Vllaznia fengu rautt spjald í leiknum eða þeir Ardit Deliu á 82. mínútu og Aron Jukaj á þeirri 99. Sá síðarnefndi var þó ekki inná vellinum.
Stjarnan 2 – 0 Linfield
1-0 Emil Atlason(’22)
2-0 Emil Atlason(’60)
Valur 2 – 2 Vllaznia
1-0 Guðmundur Andri Tryggvason(’12)
1-1 Ardit Krymi(23)
1-2 Kevin Dodaj(’85)
2-2 Lúkas Logi Heimisson(’99)