Benfica hefur hafnað tilboðum frá Paris Saint-Germain og Manchester United í miðjumanninn Joao Neves. Portúgalski miðillinn A Bola heldur þessu fram.
Hinn 19 ára gamli Neves er afar eftirsóttur og verið orðaður við stórlið undanfarin mánuðinn.
Benfica er hins vegar með himinnháan verðmiða á kappanum, en félagið sættir sig ekki við minna en 120 milljónir punda, sem er klásúla í samningi leikmannsins. Félagið vill helst halda honum í eitt tímabil í viðbót svo hann geti þróað sinn leik.
Tilboð PSG er sagt hafa verið upp á 70 milljónir evra og tilboð United upp á 60 milljónir evra. Þau virðast því eiga langt í land með að landa Neves.