fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Sigríður Andersen undrandi á stórstjörnunni í gær – „Hvaða erindi á hann til okkar?“

433
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 07:30

Sigríður Á. Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, fylgist greinilega með EM í Þýskalandi eins og aðrir. Hún var ekki heilluð af frammistöðu stórstjörnu Frakka er liðið datt út gegn Spáni í undanúrslitum í gærkvöldi.

Spánn vann afar sanngjarnan 2-1 sigur á Frakklandi í gær. Síðarnefnda liðið hefur heillað fáa á mótinu á meðan spænska liðið, með þá Lamine Yamal og Nico Williams í fararbroddi, þykir hafa verið hvað skemmtilegasta liðið.

Getty Images

Kylian Mbappe, besti leikmaður franska liðsins, er einn af þeim sem hafa valdið vonbrigðum. Kappinn skrifaði á dögunum undir hjá Real Madrid eftir frábær ár hjá Paris Saint-Germain.

Sigríður er þó ekki sannfærð um að Mbappe hafi það sem þarf eftir að hafa horft á hann í gærkvöldi.

„Þessi Kiljan Mpabbé – hvaða erindi á hann til okkar í konunglega, eða í LaLiga yfirleitt? Veit það einhver?“ spurði hún á samfélagsmiðlinum X.

Nokkrir góðir hafa brugðist við færslu Sigríðar og benti Hjörvar Hafliðason henni til dæmis á að Mbappe ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mbappe yfirgefur hópinn

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Í gær

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Í gær

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Í gær

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni