fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Tilboð Manchester United samþykkt – Leikmaðurinn hins vegar með annan áfangastað í huga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 13:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska félagið Lille hefur samþykkt tilboð Manchester United í Leny Yoro. Það er þó ekki þar með sagt að miðvörðurinn ungi sé á leið á Old Trafford.

Hinn 18 ára gamli Yoro er afar spennandi leikmaður sem spilaði stóra rullu í liði Lille á síðustu leiktíð þrátt fyrir ungan aldur.

United og Real Madrid eru á eftir honum en nú hefur Lille samþykkt 50 milljóna evra tilboð enska félagsins.

Rauðu djöflarnir hafa hins vegar ekki samið við Yoro sjálfan því hann vill helst fara til Real Madrid. Lille reynir þó að sannfæra hann um að ganga í raðir United þar sem besta tilboðið hefur borist þaðan.

Hjá Real Madrid eru menn pollrólegir yfir stöðunni. Þeir vita að Yoro vill sjálfur flytja sig yfir til spænsku höfuðborgarinnar.

Spænska félagið er hins vegar einnig opið fyrir því að bíða fram á næsta sumar, þegar Yoro verður samningslaus.

Sem stendur liggur ákvörðunin í höndum hins unga Yoro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu

Kátína á fréttamannafundi – Spurður hvort hann væri búinn að hitta einhverja góða konu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi

Gómaður án ökuréttinda á 20 milljóna króna bíl sem var sagður í hættulegu ástandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM

Leitar til kraftaverkamanns til að eiga möguleika á því að komast á HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“
433Sport
Í gær

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt

Klámstjarnan eyddi tæpum 4 milljónum í afmæli unnustu síns – Sambandið hefur verið nokkuð umdeildt
433Sport
Í gær

Senda kvörtun til FIFA – Vilja ekki taka þátt í leik á HM sem á að styðja við samkynhneigða

Senda kvörtun til FIFA – Vilja ekki taka þátt í leik á HM sem á að styðja við samkynhneigða