fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Arnar ræðir leikinn gegn Shamrock og möguleika Víkings – „Þurfum að sýna og sanna að það sem við höfum verið að gera sé rétt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti írska liðinu Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, er bjartsýnn en á von á hörkuleik.

Það er til mikils að vinna í þessu tveggja leikja einvígi. Sigurvegarinn fer áfram í 2. umferð en er jafnframt búin að tryggja sér að minnsta kosti þrjú Evrópueinvígi til viðbótar, þvert á keppnir.

„Leikurinn leggst gríðarlega vel í mig. Meistaradeildin í Víkinni, það hljómar mjög spennandi,“ sagði Arnar við 433.is eftir æfingu í Víkinni í dag.

video
play-sharp-fill

Breiðablik mætti Shamrock í fyrra á sama stigi keppninnar og vann báða leikina, 0-1 úti og 2-1 heima.

„Við erum búnir að liggja svolítið vel yfir þeim. Íslendingar kannast auðvitað svolítið við þá eftir leikinn við Breiðablik í fyrra. Við eigum von á hörkuleik gegn strangheiðarlegu bresku liði í bland við evróskt lið. Það er mjög gaman að horfa á þá spila, við teljum að leikkerfi þeirra henti okkur mjög vel. Þeir eru með sama þjálfara og sama kerfi. Það eru 1-2 farnir eins og gengur og gerist en okkur sýnist vera sami strúktúr á liðinu,“ sagði Arnar um andstæðing sinn á morgun.

Arnar er búinn að dreifa álaginu á sinn leikmannahóp vel það sem af er sumri og það með góðum árangri. Vonast hann því til að allir verði á tánum nú þegar komið er á þetta mikilvæga stig tímabilsins.

„Við erum búnir að berjast vel fyrir þessu í allt sumar, búnir að rótera leikmönnum og ná fínum árangri hingað til. En nú þurfum við að sýna og sanna að það sem við höfum verið að gera í sumar sé rétt. Bæði ég, leikmenn og aðrir þurfum að stíga upp og sjá til þess að við komumst áfram og höldum áfram að vera á toppnum í deildinni, gera bara það sem við höfum verið að gera vel í sumar.“

En telur Arnar Víkings sigurstranglegra liðið fyrir leikinn annað kvöld?

„Já, ég geri það. Það er einhver misskilningur með Evrópuárangur okkar Víkinga. Hérna heima er hann bara „sensational.“ Við erum búnir að spila sex leiki, vinna fimm og gera eitt jafntefli. Við höfum dottið út úr einvígum á móti mjög sterkum andstæðingum en gefið öllum leik. Eina frammistaðan sem mér hefur sárnað var fyrri hálfleikurinn úti á móti Riga í fyrra, það var ekki mjög Víkings-legt. En árangurinn okkar í Evrópu hefur verið gríðarlega öflugur,“ sagði Arnar.

Ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
Hide picture