fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Lygileg frásögn Gumma Ben af heimsfrægum manni – „Þetta var í alvöru þannig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttalýsandinn og sparkspekingurinn ástsæli Guðmundur Benediktsson sagði drepfyndna sögu af landsliðsþjálfara Þýskalands í hlaðvarpinu Dr. Football fyrir helgi.

Julian Nagelsmann er maðurinn sem um ræðir en því miður fyrir hann og hans menn féll Þýskaland úr leik í 8-liða úrslitum EM á heimavelli gegn Spáni á föstudagskvöld.

Nagelsmann hefur áður þjálfað Hoffenheim, RB Leipzig og Bayern Munchen í heimalandinu en er hann var hjá fyrstnefnda félaginu mætti Guðmundur með son sinn, Albert Guðmundsson, á reynslu.

Julian Nagelsmann.

Þarna var Nagelsmann að vísu að þjálfa yngra lið Hoffenheim á þessum tíma og Albert var ekki enn farinn út í atvinnumennsku.

„Ég fór með Albert á reynslu til Hoffenheim þegar hann var 15 ára. Hann æfir með U18 ára liðinu sem Nagelsmann var að þjálfa. Ég var þarna í viku með Alberti á öllum æfingum og Nagelsmann var alltaf með á æfingunum. Æfingarnar voru 2-3 tímar, þangað til hann vann. Þetta var í alvöru þannig,“ rifjaði Guðmundur upp og hló.

„Þarna varstu með stórt lið í Þýskalandi og þjálfarinn hjá aldursflokknum sem fer í raun upp í aðalliðið var bara með á æfingum. Hann þurfti að hætta út af meiðslum en þarna sá hann tækifæri til að láta ljós sitt skína.“

Nagelsmann er aðeins 36 ára gamall en var ungur farinn út í þjálfun þar sem hann hætti sjálfur knattspyrnuiðkun vegna meiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“