fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Lygileg frásögn Gumma Ben af heimsfrægum manni – „Þetta var í alvöru þannig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttalýsandinn og sparkspekingurinn ástsæli Guðmundur Benediktsson sagði drepfyndna sögu af landsliðsþjálfara Þýskalands í hlaðvarpinu Dr. Football fyrir helgi.

Julian Nagelsmann er maðurinn sem um ræðir en því miður fyrir hann og hans menn féll Þýskaland úr leik í 8-liða úrslitum EM á heimavelli gegn Spáni á föstudagskvöld.

Nagelsmann hefur áður þjálfað Hoffenheim, RB Leipzig og Bayern Munchen í heimalandinu en er hann var hjá fyrstnefnda félaginu mætti Guðmundur með son sinn, Albert Guðmundsson, á reynslu.

Julian Nagelsmann.

Þarna var Nagelsmann að vísu að þjálfa yngra lið Hoffenheim á þessum tíma og Albert var ekki enn farinn út í atvinnumennsku.

„Ég fór með Albert á reynslu til Hoffenheim þegar hann var 15 ára. Hann æfir með U18 ára liðinu sem Nagelsmann var að þjálfa. Ég var þarna í viku með Alberti á öllum æfingum og Nagelsmann var alltaf með á æfingunum. Æfingarnar voru 2-3 tímar, þangað til hann vann. Þetta var í alvöru þannig,“ rifjaði Guðmundur upp og hló.

„Þarna varstu með stórt lið í Þýskalandi og þjálfarinn hjá aldursflokknum sem fer í raun upp í aðalliðið var bara með á æfingum. Hann þurfti að hætta út af meiðslum en þarna sá hann tækifæri til að láta ljós sitt skína.“

Nagelsmann er aðeins 36 ára gamall en var ungur farinn út í þjálfun þar sem hann hætti sjálfur knattspyrnuiðkun vegna meiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning