fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Ronaldo hefur lokið leik á EM – Frakkar unnu í vítaspyrnukeppni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. júlí 2024 21:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkland er komið áfram í undanúrslit Evrópumótsins og mætir þar Spáni. Þetta varð ljóst eftir sigur á Portúgal í vítaspyrnukeppni.

Venjulegur leiktími og framlenging liðanna var með leiðinlegasta móti og var markalaust.

Frakkar höfðu afskaplega lítinn áhuga á að sækja og nokkurn brodd vantaði í sóknarleik Portúgals.

Þegar komið var í vítaspyrnukeppni byrjaði Ousmae Dembele á að skora fyrir Frakka. Cristiano Ronaldo fór fyrstur á punktinn hjá Portúgal og skoraði af fádæma öryggi.

Youssouf Fofana var næstur fyrir Frakka og skoraði með skoti á mitt markið. Bernardo Silva fór næst fyrir Portúgal og skoraði af öryggi.

Miðvörðurinn, Jules Kound var sá þriðji fyrir Frakka og skoraði af öryggi. Joao Felix fór næst fyrir Portúgal og skaut í stöngina, sá fyrsti til að brenna af.

Bradley Barcola var fjórði Frakkinn á punktinn og skoraði örugglega, Diogo Costa fór enn á ný í vitlaust horn. Sá fjórði hjá Portúgal var Nuno Mendes sem gerði engin mistök og skoraði af öryggi.

Theo Hernandez var svo sá fimmti fyrir Frakka og skoraði af öryggi og skaut Frökkum í undanúrslit. Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo hefur því spilað sinn síðasta leik á Evrópumóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?