Frederik Schram virðist vera búinn að hafna nýjum samningi við Val og er því á förum frá félaginu. Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson er á leiðinni.
Þetta kemur fram í Dr. Football. Samningur Frederik á Hlíðarenda rennur út í lok þessa árs og verður ekki framlengdur miðað við þessar fréttir.
„Frederik Schram er búinn að segja nei við nýjum samningi við Val. Hann vildi verða launahæsti leikmaður liðsins eða nálægt því allavega. Þeir eru komnir með nýjan markmann, Ömmi er á leiðinni,“ segir Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.
„Þeir náðu bara ekki saman við hann og fóru svo bara að tala við Ögmund,“ bætir hann við.
Hinn 35 ára gamli Ögmundur er sem stendur á mála hjá gríska liðinu AE Kifisias. Hann gekk í raðir þess frá stórliði Olympiacos síðasta sumar.
Ögmundur, sem á að baki 19 A-landsleiki, er samningslaus og nú sagður vera að semja við Val.