Jaden Philogene, leikmaður Hull, hefur staðfest að hann ætli að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Þessi 22 ára gamli kantmaður var á dögunum mjög óvænt orðaður frá B-deildarliðinu við stórlið Barcelona á láni með kaupskyldu að lánssamningi loknum upp á 16-19 milljónir punda. Hann hefur hins vegar staðfest að ekkert verði af því í bili.
„Ég vel ensku úrvalsdeildina því þaðan hafa komið alvöru tilboð. Draumur minn er samt að spila í La Liga. Barcelona er draumurinn minn og vonandi spila ég þar einn daginn. Ronaldinho og Neymar eru fyrirmyndir mínar,“ segir Philogene.
Crystal Palace, Everton og Ipswich hafa öll mikinn áhuga á Philogene, sem skoraði 12 mörk og lagði upp sex til viðbótar í B-deildinni á síðustu leiktíð.