fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Gylfa hrósað í hástert: Gerir þetta eftir hvern leik – „Hann væri búinn að segja að þetta gengi ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 18:30

Gylfi Þór. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í gær eftir tap Vals gegn KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins að fjöldinn allur af krökkum hljóp inn á völlinn á Akureyri til að ná tali af og fá eiginhandaráritun frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Þetta er að vísu ekkert nýtt því síðan Gylfi gekk í raðir Vals í vetur hefur hann gefið sér mikinn tíma í að sinna aðdáendum eftir leiki. Það sama var uppi teningnum eftir svekkjandi 3-2 tap Vals fyrir norðan í gær. Þetta var til umræðu í hlaðvarpinu Dr. Football.

„Ímyndaðu þér að vera Gylfi Sig, kominn með 40 krakka í andlitið beint eftir leik. Hann höndlar þetta svo vel,“ sagði þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason.

Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals og formaður Leikmannasamtakanna, hrósaði Gylfa fyrir þetta.

„Það væri auðvelt að vera bara í tilfinningunum. Það er aðdáunarvert hvernig hann höndlar þetta. Ég hef hugsað þetta eftir leiki á Hlíðarenda, hann kemst ekki út af vellinum af því hann er að kvitta á svo mikið af pappírum hjá einhverjum krökkum.

En ef hann virkilega nennti þessu ekki þá væri hann búinn að segja eitthvað við einhvern hjá Val, að þetta gangi ekki. Hann er bara að gefa til baka,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta