fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Gylfa hrósað í hástert: Gerir þetta eftir hvern leik – „Hann væri búinn að segja að þetta gengi ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 18:30

Gylfi Þór. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í gær eftir tap Vals gegn KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins að fjöldinn allur af krökkum hljóp inn á völlinn á Akureyri til að ná tali af og fá eiginhandaráritun frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Þetta er að vísu ekkert nýtt því síðan Gylfi gekk í raðir Vals í vetur hefur hann gefið sér mikinn tíma í að sinna aðdáendum eftir leiki. Það sama var uppi teningnum eftir svekkjandi 3-2 tap Vals fyrir norðan í gær. Þetta var til umræðu í hlaðvarpinu Dr. Football.

„Ímyndaðu þér að vera Gylfi Sig, kominn með 40 krakka í andlitið beint eftir leik. Hann höndlar þetta svo vel,“ sagði þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason.

Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals og formaður Leikmannasamtakanna, hrósaði Gylfa fyrir þetta.

„Það væri auðvelt að vera bara í tilfinningunum. Það er aðdáunarvert hvernig hann höndlar þetta. Ég hef hugsað þetta eftir leiki á Hlíðarenda, hann kemst ekki út af vellinum af því hann er að kvitta á svo mikið af pappírum hjá einhverjum krökkum.

En ef hann virkilega nennti þessu ekki þá væri hann búinn að segja eitthvað við einhvern hjá Val, að þetta gangi ekki. Hann er bara að gefa til baka,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Miðasalan fer af stað á morgun

Miðasalan fer af stað á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Í gær

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Í gær

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri