fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Ákæra hefur verið gefin út á hendur Albert fyrir kynferðisbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 10:00

Albert Guðmundsson. Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur knattspyrnumanninum Albert Guðmundssyni fyrir kynferðisbrot. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari í samtali við DV.

Lokað þinghald verður í málinu og vill Arnþrúður því ekki gefa neinar frekari upplýsingar um ákæruna eða framgang málsins og vísar til Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem réttað verður í málinu. Hefur DV sent erindi á dómstólinn með ósk um upplýsingar um málsnúmer, dagsetningu þingfestingar og afrit af ákæru.

Ung kona kærði Albert til lögreglu fyrir kynferðisbrot sumarið 2023. Eftir að rannsókn lögreglu lauk var málið sent til héraðssaksóknara. Í febrúar á þessu ári ákvað héraðssaksóknari að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi og lagði fyrir héraðssaksóknara að ákæra í málinu.

Sú ákæra hefur núna verið gefin út. Miðað við venjur má búast við að aðalmeðferð í málinu verði í haust en núna á hásumri tekur að hægjast mjög á starfi dómstóla þar til í september. Ekkert er þó staðfest í þeim efnum og bíður DV frekari upplýsinga frá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“