fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Róttækar breytingar og annað leikkerfi? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði Englands gegn Sviss

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður fróðlegt að sjá hvernig England mætir til leiks gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumótsins. Hér að neðan má sjá þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði þeirra ensku í leiknum. The Sun tekur saman.

England tryggði sig inn í 8-liða úrslitin eftir mjög nauman og ósannfærandi sigur á Slóvakíu í framlengingu í gær. Enska liðið hefur ekki heillað á mótinu og á sama tíma hefur Sviss spilað frábæran fótbolta.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur verið þrjóskur til að gera breytingar hingað til en ljóst er að hann verður neyddur til að gera eina í leiknum á laugardag. Marc Guehi er í banni.

Í fyrstu útgáfu af byrjunarliði Englands gerir Southgate aðeins eina breytingu. Ezri Konsa kemur inn fyrir Guehi.

Í næsta mögulega byrjunarliði gerir Southgate róttækari breytingar. Þar fer hann þriggja hafsenta kerfi eins og hann hefur oft gert áður. Þar kemur Kyle Walker niður í hjarta varnarinnar með John Stones og Konsa. Í þessari útgáfu er Luke Shaw hafður í vinstri bakverði en ekki er ljóst hvort hann verði klár vegna meiðsla.

Trent Alexander-Arnold kemur þá aftur inn í liðið en er kantmönnunum Bukayo Saka og Phil Foden fórnað. Ivan Toney kemur inn í liðið og spilar frammi með Harry Kane.

Í þriðju útgáfunni er Saka og Foden skipt út en haldið í sama leikkerfi og Southgate hefur verið að spila. Anthony Gordon og Cole Palmer koma inn í liðið. Þá er Joe Gomez stillt upp í vinstri bakverði ef svo færi að Shaw og Kieran Trippier verði báðir frá vegna meiðsla, en sá síðarnefndi fór meiddur af velli gegn Slóvakíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig