fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sjónvarpsstöðin gagnrýnd fyrir ‘óboðleg’ vinnubrögð: Vann hjá fyrirtækinu í 28 ár – ,,Hann sagði að ég væri á leiðinni heim“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir knattspyrnuáhugamenn sem kannast við Clive Tyldesley sem hefur starfað í sjónvarpi í mörg, mörg ár.

Tyldesley hefur starfað fyrir ITV undanfarin 28 ár og var á sínum tíma einn af lýsendum tölvuleiksins FIFA sem í dag heitir EA Sports FC.

Tyldesley er með ITV á EM í Þýskalandi en var tjáð að fara heim eftir að 16-liða úrslitin myndu klárast.

ITV hefur tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samning Tyldesley sem er því atvinnulaus en hann er 69 ára gamall.

Fræg rödd er því án starfs sem aðrar sjónvarpsstöðvar gætu nýtt sér en vinnubrögð ITV þykja ekki vera til fyrirmyndar.

,,Ég hef vitað af þessu í fimm eða sex vikur,“ sagði Tyldesley í samtali við the Daily Mail.

,,Yfirmaður fótboltans á ITV hringdi í mig og sagði við mig að ég væri á leiðinni heim eftir 16-liða úrslitin.“

,,Ég spurði hvort það væru einhver önnur tækifæri í boði en hann sagði að það væri ekki í plönunum að bjóða mér nýjan samning og það er allt saman, eftir 28 ár.“

,,Þetta er bara þeirra skoðun og þeir telja að þetta sé rétt ákvörðun. Ég veit ekki af hverju þeir halda það. Ég hef aldrei skilið þetta en verð að sætta mig við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Í gær

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Í gær

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum