fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Forsetinn flaug til Þýskalands og ræddi við hetju gærkvöldsins – Þetta fór þeirra á milli

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreseti Napoli, Aurelio De Laurentiis, flaug til Þýskalands í dag og heimsótti bækistöðvar georgíska landsliðsins á EM. Þar hitti hann Khvicha Kvaratskhelia, leikmann Napoli og umboðsmann hans.

Kvaratskhelia hefur verið eftirsóttur í nokkurn tíma en hann er afar hæfileikaríkur leikmaður.

Samningur þessa 23 ára gamla kantmanns rennur út eftir þrjú ár en De Laurentiis tjáði honum í dag að hann ætlaði sér alls ekki að missa hann frá sér í sumar. Antonio Conte, nýr stjóri Napoli, sér hann sem algjöran lykilmann fyrir framtíðina.

Um leið og Georgía lýkur keppni á EM mun Napoli bjóða Kvaratskhelia nýjan og betri samning til að tryggja það að hann verði áfram hjá félaginu.

Kvaratskhelia skoraði í afar óvæntum 2-0 sigri Georgíu á Portúgal í gær. Tryggði sá sigur liðinu í 16-liða úrslit, þar sem andstæðingurinn verður Spánn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum