fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Dramatík í D-riðli – Austurríki vann Holland og Frakkland endar í öðru sæti riðilsins

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 17:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var heldur betur dramatík í D-riðili Evrópumótsins í dag en síðasta umferðin í riðlinum var að klárast. Austurríki endar á að vinna riðilinn.

Austurríki mætti Hollandi í lokaleiknum en liðið hafði tapað gegn Frökkum en unnið Pólland og var því með þrjú stig.

Holland var með fjögur stig eftir sigur á Póllandi en jafntefli gegn Frakklandi. Staðan var 0-1 fyrir Austurríki í hálfleik en Donyell Malen setti boltann í eigið net.

Síðari hálfleikurinn var hins vegar frábær skemmtun en Cody Gakpo sóknarmaður Liverpool jafnaði fyrir Holland.

Romano Schmid kom Austurríki yfir áður en Memphis Depay jafnaði aftur fyrir Holland á 75 mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer liðinu sigur í leiknum og í riðlinum.

Því á sama tíma mættust Frakkland og Pólland og þar lauk leiknum með 1-1 jafntefli, Kylian Mbappe kom Frakklandi yfir með marki úr vítaspyrnu en Robert Lewandowski jafnaði sömuleiðis úr vítaspyrnu.

Austurríki vinnur því riðilinn með sex stig, Frakkar enda í öðru sæti með fimm og Holland í því þriðja með fjögur stig en öll liðin fara áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke

Þetta er upphæðin sem Chelsea vill fá frá Arsenal fyrir Madueke
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota