fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Sigur í kvöld skiptir miklu máli fyrir England – Svona lítur leiðin út ef þeir hafna í öðru sæti riðilsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 09:00

Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfari Englands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir miklu máli fyrir enska landsliðið að vinna Slóveníu í kvöld og hafna þar með í efsta sæti C-riðils EM.

Liðin mætast klukkan 19 í kvöld og á sama tíma mætast hin liðin í riðlinum, Danmörk og Serbía.

Enska liðið hefur verið afar ósannfærandi það sem af er móti, þá sérstaklega í jafntefli gegn Dönum í síðustu umferð.

Sigur gegn Slóvenum þýðir að England vinnur C-riðil og sem stendur þýðir það að liðið myndi mæta Austurríki í 16-liða úrslitum. Liðið myndi svo mæta Ítalíu eða Sviss í 8-liða úrslitum.

Takist Englandi ekki að vinna í kvöld og Danir vinna sinn leik mun enska liðið missa af fyrsta sætinu og þar með lenda Þjóðverjum í 16-liða úrslitum.

Ef liðið myndi komast í gegnum heimamenn yrði andstæðingurinn sennilega spánn í 8-liða úrslitum ef allt fer eftir bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum